Hugmyndafræði Internetsins
Internetið er frá upphafi hannað sem samskiptatæki. Árdaga þess spruttu upp alls konar tól sem til þeirra nota en nú þegar það er almenningseign kemur það með nýjar víddir inn í líf okkar.

Í símtali talar einn við annan. Hefðbundin fjölmiðlun felst í því að einn útgefandi talar við fjöldann. En á Internetinu geta margir talað við marga samtímis, þeir möguleikar felast í grunnhönnun Internetsins sem netkerfis. Internetið er í eðli sínu gagnvirk tækni sem að okkar mati hefur ekki verið nýtt til fulls fjölmiðlum þeim er nýtt hafa sér netið til þessa. Nú á síðustu misserum hefur sá hluti Internetsins sem vefurinn er verið alls ráðandi og í raun andlit Internetsins gagnvart notendum þess. Vefsíður hafa minnt á hefðbundna fjölmiðlun, en það hefur nú breyst.

Hugi.is – hugmyndin
Við hönnun og forritun á Huga hefur þessari grunnhönnun Internetsins um samskipti margra við marga samtímis verið fylgt og nýir möguleikar vefsins til þess háttar hluta nýttir. Hugi.is er hugsaður sem samfélag (community) um áhugamál og hann virkar sem hugur manns. Þar sameinast fólk um áhugamál sín og talar saman um þau.

Hvað er hugi.is
Hugi.is er rammi utan um samfélag fólks með svipuð áhugamál. Samfélag er ekki byggt af fáum sem skrifa eða safna saman efni á heimasíðu. Samfélag er byggt af þeim sem mynda það, fólki sem á eitthvað sem sameinar það og til að verða hluti af samfélagi þarf að taka þátt í því, láta í sér heyra, gera eitthvað sem skiptir aðra í samfélaginu máli og eykur verðmæti þess að vera hluti af hópnum.

Á hugi.is aflar fólk sér stiga meö því að taka þátt. Til dæmis að skrifa grein, senda inn mynd, pósta á korkinn (spjall-þræðina) og svo framvegis. Í öllum samfélögum eru til þau sem eru fremst meðal jafningja. Þau sem eru leiðtogar, þekkja málin best og aðrir leita til. Slíkt fólk, safnar hraðast og flestum stigum og fær í framhaldi af því aukin réttindi, til dæmis til að senda inn grein án þess að þurfa að bíða samþykktar og jafnvel réttindi að samþykkja greinar annarra inn á áhugamálið.

Þær samskiptaleiðir sem hugi.is býður upp á
Þegar notandi kemur fyrst að síðunni getur hann lesið allt sem á henni er, en til að taka þátt þarf hann að skrá sig. Notendanafnið sem valið er verður um leið að <netfangi@hugi.is> og til verður <http://heimasíðan kasmir.hugi.is/notandanafn>.

1.Greinaskrif
Senda má inn greinar sem fara gegnum samþykktarferli áður en þær birtast. Þetta er ætlað fyrir lengri skrif, fréttalegs eðlis eða lýsandi fyrir skoðun viðkomandi.

2.Korkar (Spjallþræðir/skilaboðatöflur)
Skilaboðatöflur fyrir óformlegra spjall og umræður, flokkað eftir umræðuefnum, geymist í nokkurn tíma.

3.Spjall (Irc)
Rauntímaspjall í IRC stíl þar sem fólk spjallar saman um áhugamálið (geymist ekki).

4.Heimasíðan mín
Vefumsjónarkerfið Kasmír félagi sem er hannað utan um notendur sem hafa ekki
forritunarþekkingu. Með Kasmír félaga er vefritþór þar sem notendur geta byggt sína eigin heimasíðu á augabragði og sett inn myndir inn einkavef sinn.

5.Tölvupóstur
Vefpóstur, þar sem notandi getur sótt tölvupóst hvar og hvenær sem gegnum hefðbundinn vafrara.


Áhugamál
Þegar komið er inn á síðuna er möguleiki að velja síður sem hafa tiltekin þemu. Hvert þema eða áhugamál hefur sína eigin síðu og er ætlunin að bæta við nýju áhugamáli á viku hverri. Nú í upphafi eru áhugamál eins og ,,Tölvuleikurinn Quake” og “Formúla 1” sem tengjast dægradvöl. Ekkert mælir þó á móti því að næstu áhugamál verði “Heilaskurðlækningar” eða “Blaðamennska”. Litið er á hvert áhugamál óháð aldri, því sá sem hefur áhuga á Formula 1 getur verið 12 ára eða 82 ára, karl eða kona.

Ego (einkasíða/sérsniðinn síða)
Ef smellt er á hnappinn Ego er notanda hleypt inn á síðu þar sem hann valin efnið að eigin höfði. Þar er hægt að raða upp kubbum úr öllum áhugamálum, stofna þá og færa eða eyða að vild. Á sama stað má stofna svonefnda vaka og þjálfa þá til þess að sækja það efni sem viðkomandi hefur áhuga á hvort sem það tengist frítíma eða starfsáhuga viðkomandi.


Notagildið

Vakarnir mínir
Á hugi.is getur hver búið sér til vaka í Autonomy kerfinu sem raunverulega vaka yfir Internetinu og uppfæra sig þegar viðeigandi frétt eða grein er birt. Hver og einn getur þjálfað vaka sína algjörlega að þörfum sínum fyrir upplýsingar.

Fréttir og greinar utan úr heimi
Autonomy fréttakerfi sem safnar inn efni sem tengist hverju áhugamáli. Automony tæknin er notuð til að skanna þúsundir heimasíðna og netmiðla um hvert áhugamál og finna áhugaverðar fréttir sem skipta máli í samhengi við áhugamálið. Með þessu hætti eru lesendur á huga ekki að endurlesa það efni sem þeir sjá stærstu fréttavefjum landsins.

Margskonar samskipti
Eins og fram kom hér að ofan er gefinn kostur á fimm tegundum samskipta í einu og sama kerfinu. Þar sem notandi þarf aðeins eitt notandanafn og lykilorð.

Leitin mikla
Hugi.is leysir að mörgu leyti þau vandamál sem flestir notendur vefsins þekkja. Að eyða of miklu hlutfalli þess tíma sem varið er við vafrann að leyta að því efni sem notandinn sækjist eftir. Með Autonomy tækninni getur hugi.is sótt það efni sem notandinn vill á meðan hann sefur.

Hugi.is er þróaður hjá Símanum Internet og Veflausnum Símans hugbúnaðarhúsi, með Tölvumyndum og Firmanet.


Nánari upplýsingar veita :

Unnar Bjarnason unnarb@simnet.is 896 7903
Vefstjóri hugi.is

Nathan Ólafur Richardsson nathan@simnet.is 896 7917
Verkefnastjóri þróunar Símans Internet

Guðmann Bragi Birgisson gudmann@simi.is 892 6384
Forstöðumaður Símans Internet

Njörður Tómasson
Deildartjóri Veflausna Símans njordurt@simi.is 864 1007