Við krefjumst breytinga!!
Íslenskt þjóðfélag er í heild sinni slegið yfir dómskerfinu á landinu okkar í dag.
Almenningur talar um að dómskerfið “standi með nauðgurum” og “ hjálpi til við að eyðileggja líf ungra stúlkna” svo dæmi sé tekið. Þrátt fyrir mikla og útbreidda gagnrýni hefur dómsmálaráðuneytið ekki svarað fyrir sig né staðið skil á gjörðum sínum opinberlega, heldur svarað með þögninni og reiðin kraumar í íslensku þjóðinni fyrir vikið.
Sem dæmi skal tekið mál. nr. 333/1998. Eftirfarandi er lýsing á atvikinu tekin upp úr dómnum:
Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara dagsettri 5. maí sl. á hendur XXXXXXXX .., “fyrir kynferðisbrot, með því að hafa aðfaranótt ? ? fært stúlkuna X, tólf ára, úr nærbuxum, og er stúlkan reyndi að bera náttkjól fyrir kynfæri sín rifið hann frá, strokið ytri kynfæri stúlkunnar og strokið getnaðarlim
sínum um innanvert læri hennar, en eftir það tókst henni að komast á brott.
Þetta er lýsing á því sem ákærði hafði verið kærður fyrir áður og síðan það sem talið var hæfileg refsing:
Ákærði hefur níu sinnum gengist undir sátt og átta sinnum hlotið dóm á tímabilinu frá 1983 til 1997?…
Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði.
Já, hæstarétti þykir hæfileg refsins fyrir síafbrotamann sem framdi
kynferðisafbrot gagnvart 12 ára gamalli stúlku vera fjórir mánuðir.
Við spyrjum, er einhverjum þarna úti sem finnst þetta líka vera hæfileg refsing? Viljum við vita af því að þessi maður sat inni í fjóra mánuði og síðan ekki söguna meir og við vitum ekkert hvað hann er að gera í dag. Og þetta er ekkert einsdæmi, mál eins og þessi hrannast upp og flest fara þau á sama veg, sá ákærði er næstum frjáls allra mála.
Þetta er ekki eðlilegt í siðmenntuðu og þróuðu þjóðfélagi.
Sjaldan hafa eins margir verið fylgjandi því að taka upp dauðarefsingarfyrir kynferðisafbrot. Ekki getur það verið þróunin sem ríkið vill sjá,dauðarefsingar eru engin lausn en almenningi finnst úrræðin líklegast fá þegar kynferðisafbrotamenn fá að leika lausum hala eftir stutta fangelsisvist.
Fólkið er reiðubúið til að taka lögin í hendur sér, ef dómsmálaráðuneytið mun ekki gera neitt í málinu. Er það virkilega þróunin sem blasir við íslensku þjóðinni?? Er eina leiðin að snúa til baka í átt að villimennsku og frumstæðum siðum??
Ekki er liðið langt síðan það gerðist í
raun og veru, þekktur kynferðisafbrotamaður í Hafnarfirði var
myrtur……hvers vegna var hann ekki bak við lás og slá? Það er ekki hægt að segja að kerfið hafi klikkað því að kerfið á Íslandi virkar svona:
Nauðgaðu stelpu - vertu kærður - sittu inni í (kannski) ár (jafnvel minna)- og gjörðu svo vel farðu nú út og endurtaktu leikinn því að þú færð hvort sem er svo lítinn dóm ef þú næst!!!
Þetta er farið að snúast um öryggi afbrotamanna jafnt og fórnarlamba.
Þrátt fyrir óánægju með dómkerfið vill þjóðin varla að afbrotamenn verði bara afgreiddir út á götu í framtíðinni. Ekki falleg framtíðarsýn.
Það sem hæst ber á góma í dag er hið alræmda Helgafellsmál. Maður sem framkvæmir hrottalega nauðgun og pyntingar á ungri stúlku, eyðileggur bæðilíkama hennar og sál, fær 3ja ára dóm. Sjaldan hefur almenningi hryllt jafnmikið við glæp, og sjaldan hafa heyrst fleiri raddir um að ”ég hélt að svona gerðist bara í útlöndum“. Hneykslunarraddirnar rísa hátt og láta í sér heyra vegna dómsins, og bera saman við hina svokölluðu ”hvítflibbaglæpi“ sem virðast mun alvarlegri vegna þess að þar koma peningar við sögu. Metur dómskerfið virkilega peninga meira en mannslíf og
sál????
Hverjir bera ábyrgð á þessu? Hver er tilbúinn til að standa upp og
viðurkenna: ”já, ég ber ábyrgð á því að kynferðisafbrotamenn fá litla sem enga dóma og leika lausum hala á götum Reykjavíkur og fleiri staða á landinu“. Hver er tilbúinn til að útskýra fyrir okkur, sauðheimskum almenningi sem ekkert skilur, hvers vegna mannslíf og sálarheill eru metin minna en peningar?
Við spyrjum og við viljum fá svör!!
Við undirrituð mótmælum hér með dómi yfir kynferðisafbrotamanni þeim, sem nauðgaði stúlku og pyntaði, í ”Helgafellsmálinu" og fékk einungis 3ja ára dóm.
Við mótmælum þeirri staðreynd að eftir mesta lagi 3 ár mun þessi maður öðlast frelsi..til að gera hvað sem hann vill.
Við mótmælum afstöðu dómskerfisins á Íslandi í heild sinni gagnvart
kynferðisafbrotum.
VÉR MÓTMÆLUM!
Þetta bréf er í gangi núna sem e_mail undirskriftalisti en þar sem eflaust sumir fá ekki þetta e-mail ætla ég að taka að mér að safna hérna undirskriftum og koma þeim í réttar hendur.
Ég vill taka það fram að ég er ekki höfundur þessa bréfs.
Skrifaðu nafn og kenntölu hér að neðan ef þú vilt taka þátt í mótmælum á meðferð nauðgunarmála hér á Íslandi….
Arnar Helgi Aðalsteinsson kt:110372-3459