Fyrst að það eru þvílíkar pælingar um hvor ökuþórinn sé betri, Schumacher eða Hakkinen, þá skulum við líta á eftirfarandi staðreyndir:
Báðir byrjuðu árið 1991 að keppa í Formúlunni
Báðir hafa tekið þátt í 142 keppnum
Báðir hafa orðið heimmeistarar tvisvar
Schumacher hefur í 23 keppnum startað í fyrsta sæti
Hakkinen hefur í 21 keppnum startað í fyrsta sæti
Schumacher hefur sigrað 41 keppni
Hakkinen hefur sigrað 18 keppni
Það er greinilegt að Hakkinen hefur unnið sína heimsmeistaratitla þónokkuð á því að vera í öðru sæti í keppnum, ekki endilega vinna. Það er eins og að Schumacher annaðhvort vinni eða falli úr keppni. Ég hef ekki yfirlit yfir það hve oft þeir hafa verið í öðru til þriðja sæti í keppnum en mér finnst áhugavert að sjá að Schumacher hefur sigrað svona miklu fleiri keppnar en Hakkinen. Er ekki Schumacher víkingurinn - baráttumaðurinn, betri er kelda en krókur, en Hakkinen er diplómatinn ??