Ok ég er ekki alveg að skilja þetta. Er ég einhver nörd eða? Mér finnst orðið allt of algengt að fólk í dag neyti eiturlyfja. Er maður ekki töffari nema maður hafi prófað að reykja hass eða grass? Mér finnst þetta farið að þrengjast í vinahóp mínum, það eru bara flest allir búnir að prufa eitthvað. Í rauninni sama hvað það er. Það eru örfáir eftir í vinahópnum mínum sem hafa ekki prófað nein eiturlyf, ekki nema kannski bara drykkja.
Ok ég veit fyrir víst að ég og besti vinur minn eigum aldrei eftir að neyta eiturlyfja en ég meina ok mér finnst ég vera meiri maður fyrir vikið að hafa ekki prófað þetta ég reyki ekki og mun ekki gera það og besti vinur minn ekki heldur en ok við drekkum en hvað er að því? Ég sé ekki neitt af því.
Eitt skil ég samt ekki. Fólk segir kannski ok vá maður ég prufa þetta einu sinni og svo ekki aftur. En þegar því er boðið aftur, hvað þá? Getur ekki vel verið að það segji bara, hvað er þetta ég hef prufað þetta áður og gerði mér engan skaða. Þetta er náttúrulega bara spurning um viljastyrk. En ég meina það eru margir sem hafa ekki þennan viljastyrk!
Hafið þið einhverntíma prufað að taka einhver eiturlyf? Ég meina fyrir utan hausverkjatöflur og svoleiðis:) Mér finnst farið að vaxa soldið þessi eiturlyfjanotkun. Hvernig nær fólk að flytja þetta inn? Er ég orðinn svona gamall eða er þetta bara eitthvað meðal yngra fólksins,(ég er ekki mjög gamall 20) ég meina maður er að heyra af þessum krökkum í grunnskóla vera reykja hass og gras eða gera einhvern fjanda. Mér finnst þetta allavega ekki sniðugt mér finnst maður bara vera í einhverri útrýmingarhættu. Það er alltaf eitthvað fólk sem hefur aldrei prufað neitt svona að prufa þetta! :) Hvað er málið?
Ég segji að langbesta leiðin er að prufa þetta bara aldrei. Þá veit maður ekkert hvernig þetta er og þá þarf maður heldur ekkert að sjá eftir þessu þegar maður verður eldri. :) En ok það yrði gaman að heyra ykkar comment á þessu. Ok! (ég hef ekkert á móti fólki sem að gerir þetta margir af mínum góðu vinum hafa prufað eitthvað af þessu:)
Takk fyrir
Ray Franco