Mikið er nú verið að auglýsa að fyrstu gagnvirku útvarpsstöðin á Íslandi ef ekki í heiminum. Þetta er útvarpsstöðin Muzik FM 88.5
Eini gallinn við þetta er að þetta er alls ekki fyrsta gagnvirka útvarpsstöðin. Útvarp Verzló hélt uppi útvarpsstöð eins og Nemendafélagið gerir ár hvert og var hún sú fyrsta sem bauð uppá gagnvirkni.
Það fyndna við þetta allt saman er að það er Skjáreinn sem rekur þessa stöð ásamt Japis en þegar Útvarp Verzló fór í loftið kom stór frétt um stöðina og gagnvirkni hennar í Öllu öðru á eftir fréttum á S1.
Hægt er að lesa sig til um hina raunverulegu fyrstu gagnvirku útvarpsstöð á Íslandi á eftirtöldum stöðum:
http://hamstur.is/muzik/
http://www.hamstur.is/
Segjumst ekki hafa fundið upp rafmagnið ef einhver annar er búinn að því fyrir löngu síðan.