Ég skil þetta ekki, hérna erum við að rembast við að skrifa á visir.is, strik.is, hugi.is, torg.is og ég veit ekki hvað, hver í sínu horni, á meðan usenet er smá saman að deyja út. Fyrir þá sem ekki vita er usenet sérhannað kerfi fyrir svona margir-á-marga umræður. T.d. eru í íslensku hópunum is.sport, is.tolvur, is.tolvur.unix osfr. svo eru til alþjóðlegir umræðuhópar eins og t.d. comp.sys.ibm.pc (tölvur.kerfi.ibm.pc) og rec.outdoors.hiking (áhugamál.úti.göngur). Hvernig væri ef fólk kynnti sér þetta betur? Allar upplýsingar er t.d. hægt að fá á http://www.westwords.com/guffey/netuse.html. Ég hvet fólk endilega til að kynna sér þetta, þarna er hafsjór af upplýsingum (og spammi) og örugglega umræðuhópur um þitt áhugamál, ekki bara 10-20 flokkar, heldur þúsundir flokka. Umræður eru allt frá bonsai ræktun til stýrikerfa, frá fallhlífarstökkum til nýjustu kvikmyndanna. Þessi grein verður örugglega klippt burt, því það er beinlínis gegn hagsmunum hugi.is að missa fólk yfir á usenet.

Jón