ATH: Eftirfarandi grein var ekki skrifuð til að móðga hörundsára lesendur heldur aðeins til að sýna skort á rökréttri hugsun og leskilningi höfunds.
Þar sem nýju lögin sem banna reykingar á almannafæri tóku gildi í dag þá langar mig aðeins til að nöldra.
Þar sem þessi lög eru fyrst og fremst sett til að halda sorpi víðsvegar um bæinn í minnihluta (ég stórefa að óbeinar reykingar hafi mikil áhrif undir beru lofti) þá fer maður að eins að hugsa um hvernig þetta verður eftir 10 ár.
Fyrst byrja þeir að hækka verðið á kaffi þar sem innihaldið í þeim stórskaðlega drykk er koffein, og eins og allir vita þá er koffein ekki mikið betra en nikótín. Svo hálfu ári seinna banna þeir kaffi á almannafæri vegna þess að ekki má láta litlu krakkana sem hafa ekkert heilbrigðisskyn fá áhuga á þessum spennandi orkugjafa.
Næsta skref verður að banna Coca-Cola og aðra svipaða gosdrykki á almannafæri bæði vegna magn sorps sem skapast þegar þegnar Íslands henda ílátum á græna grasið sitt og vegna hins skaðlega koffeins sem margir þessara drykkja innihalda.
Ekki mun þetta stoppa þá því að rannsóknir sína að salt og sykur geta haft skaðleg áhrif á mannslíkamann. Þetta mun hvetja okkar virtu pólitíkusa til að rífa vörur þessar af hillum matvörubúða og setja “ólöglegt” stimpil á allar þær vörur sem innihalda sykur og salt.
Þar sem aldrei koma önnur viðbrögð en nöldur frá íslensku þegnunum við þessum lagasetningum þá mun ríkisstjórnin grípa tækifærið og banna internetið, villutrú og frjálsa miðla þar sem allt þetta getur haft skaðleg áhrif, á annars, vinnusama þegna.
Til að forðast þetta hvet ég alla þá sem vettlingi geta valdið til að mæta á Austurvöll um hádegi á morgun til að fá sér sígarettu og ljúka henni svo sómasamlega með því að losa stubbinn í ruslatunnur bæjarins (til að sýna að nikótínfíklar hafi ekki minni virðingu gagnvart umhverfinu en hitt pakkið ;).
ArabStrap