ég vildi bara benda á þennan íslenska já ég sagði íslenska leik sem er í framleiðslu og á án efa eftir að verða einn af flottari leikjum sem ég hef nokkurtíma séð og hef ég séð þá nokkra.

þessi leikur ber titilin EvE og er leikur í anda ultima online þar sem leikmaðurinn verður hluti af öðrum heimi nema þetta er sona decent type leikur af því að dæma sem ég hef séð af honum en þetta á að verða geim leikur sem samanstendur af 5000 sólkerfum og af því leiðir að það geta mörg þúsund leikmenn spilað hann í einu og mar þarf ekkert endilega að hætta að spila…. ever. í þessum leik geta menn alltaf verið að uppgraida sjálfan sig og skipið sitt það er hægt að stofna fyrirtæki og annað því líkt, vera allt frá því að vera bounty hunter til að vera bara einhver diplomat.

það verða að því er mér skilst lög og lögregla og the lower part of sociaty líka.

hvet ég alla íslendinga með viti að styðja vel við bakið á þessum kauðum sem eru að framleiða þennan leik og ég vona bara að þeir nái að markaðsetja hann almennilega í útlöndum þannig að það verði ekki bar íslendingar sem spila við erum alltof fáir fyrir þennan heim hvað þá fyrir 2 :)

en allavega vona að þetta muni virka alltsaman hjá gaurunum og hlakkar til að spila leikinn

nánari info er að finna á heima síðu eve :http://ccp.cc/eve/

RatKing.
Life shrinks or expands in proportion to one's courage…