Þó ber að taka það fram að Ríkissaksóknari er að framfylgja lögum eins og honum ber skylda til. Það er hlutverk hins háa alþingis að breyta þessum úreltu lögum svo framkvæmdavaldið geti sinnt merkilegri málum en að reyna að koma í veg fyrir að fullveðja Íslendingar sjái bert hörund á sínum eigin sjónvarps- og tölvuskjám.<br>
Ekki nóg með að lögin séu úrelt, þau eru einnig allt of óskýr. Það ber vott um andvaraleysi Alþingis að hafa ekki sett skýrari lög um kynlífsiðnaðinn sem hefur verið að skjóta rótum hér undanfarin ár og vex hratt. Löggjafinn getur ekki leyft sér þann tepruskap að hundsa þennan bransa. Eins og staðan er veit enginn hvað er bannað og hvað er leyft og framkvæmdavaldið gerir vandræðalegar smárassíur nokkrum sinnum á ári með hálfum huga og engum árangri. Frá nóvember 1998 hefur lögreglan nokkrum sinnum gert húsleit hjá Taboo og lagt hald á meint klám. Verslunin hefur þó haldið áfram rekstri og er látin óáreitt þar til móðursjúkar lesendagreinar dagblaðanna ná hámarki á ný. Þá er hlaupið inn í nokkrar myndbandaleigur og lögreglan kemur sigri hrósandi fram í sjónvarpi með einhverjar tylftir myndbanda.<br>
Svo má einnig spyrja hvers vegna fullorðnu fólki sé meinað að horfa á nektarmyndir. Er það skoðun alþingis að nekt sé skaðlegri en t.d. áfengi og tóbak? Hvers vegna er fólk þá ekki handtekið fyrir að afklæðast í búningsklefum sundstaða? Þjóðfélagið breytist og Íslendingar eru upp til hópa frjálslyndari en fyrir 60 árum.<br>
Lögin um klám eru hluti almennra hegningarlaga frá 1940 og heyrir þar undir kynferðisbrot, þó krukkað hafi verið í þeim 1996 til að bæta inn klausu um barnaklám og svo 1998 til að skýra orðalag um fangelsisvist. Þessi bálkur telur alls 139 orð. Dettur einhverjum í hug að það nægi til að fjalla um jafn stórt málefni og kynlífsiðnaðurinn er orðinn?<br>Ég vil taka það fram að mér hryllir við tilhugsunina um barnaklám og finnst rétt að aðskilja umræður um barnaklám og annað efni kynferðislegs eðlis.
I have a plan so cunning you could put a tail on it and call it a weasel!