Það væri ekki í frásögur færandi nema að ég (eins og alltaf) kíkti á upplýsingarnar um þær tölvur sem voru í boði og sá þar æpa á mig mikla flöskuhálsa í tölvum sem auglýstar eru sem mikil orkubú.
Ef við byrjum á BT þá er auglýst þar á forsíðu vél á tæpar 90 þúsund og skal nú rennt yfir innihald hennar og álit mitt á þeim íhlutum.
(setningar innan sviga eru mínar, hinar úr auglýsingunum)
Duron 500MHz - (Í máttlausara lagi en sleppur þó).
Vandaður 15“ skjár - (Hann má vel vera vandaður en 15” er allt of lítið í dag)
64MB 133MHz minni - (HALLÓ!! 64MB er mjög lítið)
10GB harður diskur - (það dugir svosem fyrir flesta)
48 hraða geisladrif - (ekki orð um það)
56K V90 módem - (ef þetta er software módem þá finnurðu ekki verri hlut en þetta!)
16MB Savage 2D/3D skjákort - (og þeir FEITLETRA þetta!!! Hreinn og klár hryllingur!)
SoundMax hljóðkort - (og það er??)
2 góðir hátalarar - (ha já já)
skrunmús - (ps/2?, usb?, serial?)
Lyklaborð - (ætli að þau verði ekki að fylgja)
Svo fylgir einnig með hugbúnaðarpakki sem virðist vera í besta lagi (MS Word 2000 ofl).
90.000 kr er svo sem ekki mjög mikið fyrir tölvu í dag en það að selja tölvu í dag með 64MB minni og 16MB skjákorti er ótrúlegt. Fín skrifstofuvél (gæti þurft meira minni MJÖG fljótlega).
Svo kemur “húmorinn”. Þeir auglýsa svo “Stóra Bróður” vélarinnar að ofan og er hún eins nema eftirfarandi hlutir:
Duron 700MHz - (fer batnandi)
17“ Fujitsu Siemens skjár - (skárra en 15”)
20,4 GB UDM A66(jamm þeir skrifa þetta svona) harður diskur - (20 gíg er fínt)
4x4x32 geislaskrifari - (fínt..en hvaða merki?)
Ati 8MB skjákort - (GUÐ MINN GÓÐUR!!!)
ef þessi vél á að vera eins og sú fyrri þá þýðir það að hún er 700MHz með 64mb minni og 8mb skjákorti!
Svo á næstu síðu er að finna Compaq vél:
Intel Pentium III 650MHz - (fínt)
17" vandaður Compaq skjár - (fínt)
128mb minni - (munurinn á 64 og 128 er mjög mikill)
10GB harður diskur - (fínt fyrir flesta)
8MB Diamond speedstar AGP skjákort - (HJÁLP!! Og þeir skella 3D í rauðum stöfum yfir myndina af tölvunni!!)
…
og svo þetta venjulega auk 12x DVD drifi sem er hið besta mál.
8mb skjákort í 650MHz vél??
Það að selja tölvur með svona miklum flöskuhálsum er eins og að selja bíla með handbremsuna fasta á að mínu mati og oft er fólki talin trú um að þetta séu mikil orkubú á meðan að sannleikurinn er sá að þær munu aldrei virka jafn vel og virðist við fyrstu sýn.
En BT eru ekki þeir einu sem auglýsa svona og mun ég halda áfram með svona lista í næstu grein.
JReykdal