Ríkissjónvarpið - Á það að fara?
Engin spurning segi ég. Ekki vegna þess að stöðin býður upp á hundlélega dagskrá (að sjálfsögðu álitamál) heldur vegna þess að það er fáránlegt að skylda fólk til að borga fyrir dagskrá sem það hefur kannski engan áhuga til að horfa á. Ríkissjónvarpið er ekki nauðsynlegt öryggistæki eins og sumir halda fram auk þess sem vel væri hægt að hafa sérstaka öryggisrás sem hægt væri að grípa til þegar á þarf að halda. Annars er útvarpið alveg nægilegt öryggistæki. Hvað finnst ykkur um þetta?