Leikjatölvan Game Boy Advance var loks gefinn út í Japan í lok Mars og beið fólk
í langar raðir fyrir utan búðirnar til þess að ná sér í eintak. Stjórnendur Nintendo
ætla sér að selja yfir 24 milljónir eintaka á þessu ári einu saman. Game Boy Advance
(GBA) er jafnstór og Game Boy Color (GBC) en sökum láréttarhönnunar nýtist plásið
mun betur. Skjárinn er 40% stærri en á fyrri tölvum, tveimur tökkum hefur bætt við
tölvuna og hún er léttari en gömlu tölvurnar.
Skjár hennar er 40,8x62 millimetrar á stærð og tölvan getur sýnt 32.ooo liti og 240x160
punkta. það sem gerir þetta mögulegt er
16 Mhz,32 bita örgjörvi með 32 KB RAM innan örgjörvans og 256 KB utan hans í samanburði
við þessa vél var GBC-örgjörvinn 2,3 Mhz. Hljóð á leikjum hefur batnað mikið og er
nú hægt að skilja mælt mál. GBA getur spilað allar tegundir GB leikja en tölvan mun
þá sýna leikina innan ramma sem er jafnstór skjár gömlu tölvannar.
Þrátt fyrir að GBA sé komin út
er langt þangað til vinsældir GBC
munu líða. En að lokum mun GBA
taka völdin.
Takk fyrir
Selphie