Hæ öll
Eins og við vitum öll þá erum við dáldið háð Íbúðalánasjóð ef við ætlum að kaupa íbúð, ég var að að nefnilega að lenda í þeim sko þegar þú sækir um lán frá Íbúðarlánasjóð, á fyrstu íbúðarkaupum, þá reiknast vextir á láni (sem þú færð við afhendingu íbúðar) af undirskrift kaupsamnings, sem er oft gerður mánuði jafnvel ári áður en íbúð er afhent. Svo að þegar borga á fyrsta seðil af láninu þá er sá seðil með upphæð sem er margfallt hærri afborgun en næsti seðill, útaf því að þú þarft að borga vexti af láni sem hvorki þú né seljandi er búinn að fá!!!
Hvernig stendur á þessu? Er ekki Íbúðarlánasjóður með þennan pening einhverstaðar inni hjá sér á bullandi vöxtum? Og síðan rukka þeir einnig vexti af þér! Mér finst að það ætti að breyta þessu, það er nógu erfit að kaupa íbúð að það sé ekki verið að plokka þarna líka!!

Kveðja
Einn í sjokki yfir fyrsta seðli!!