Núna er sumarið komið og maður fer að trítla berfætt(ur) á sundlaugabakkanum að spóka sig í sólinni.
En þá er alltaf hætta á að maður fái sýkingu þá er kennd er við sveppi á tásurnar.
Og það var nákvæmlega það sem kom fyrir mig.
Þetta er frekar ógeðfellt, maður fær svona gula þykka nögl svolítið í ætt við það sem maður sér í hryllingsmyndum og þar af leiðandi fór ég til læknis til að láta laga þennann viðbjóð.
Læknirinn sagði mér að þetta væri frekar algengt og það væri lítið mál að laga þetta, þú tekur bara eina pillu á dag í ca. tvo og hálfan mánuð meðan nöglin er að vaxa út, og verðið tja, ca 45000.- á mán.
Málið er að í velferðarþjóðfélaginu íslandi eru þúsundir íslendinga með gular þykkar neglur á tánum af af því að þetta telst til útlitslýtis en ekki sjúkdóms.
Og nú þarf maður gera það upp með sér hvort maður tímir henda 100 þús kallinum í hégóman.