Nú þegar hafa orðið breytingar á stigakerfinu en ég tel þær breytingar ekki vera nægar eða á réttum hlutum.
Ég hef útlistað þetta áður hér og þar á Huga en vil endilega koma þessu á einn stað.
Svona gæti ég hugsað mér stigin á huga:
- Senda inn grein 8 stig.
- Senda inn grein með mynd 16 stig.
- Lesendur gefa grein atkvæði/stjörnur (0-5) og meðaltalið er bónusstig fyrir greinina.
- Logical:
“Gefa ætti, eins og octavo segir, 8 stig fyrir innsenda grein, jafnvel minna. Svo reiknast saman lestrar greinarinnar, hversu mörg svör eru gerð við greinina og stjörnur sem lesendur gefa greininni. Út fá þessum útreikinigi væru gefin aukastig. Þetta ætti að hvetja fólk til að senda inn góðar greinar. Ef greinin kemst inn á ”hetar umræður“ á forsíðu fást einnig aukastig. Að sjálfsögðu getur sendandi greinarinnar ekkið gefið sjálfum sér stjörnur fyrir eigin grein.
Einnig hef ég orðið var við að oft eru svör við greinum lengri, skemmtilegri og betur unnin heldur en greinin sjálf. Mér finnst að einnig ættu að fást fleiri stig fyrir gott svar. Það væri framkvæmanlegt með sams konar stjörnugjöf frá lesendum og/eða sendanda greinarinnar. Einnig vil ég benda á að löng grein þarf ekki endilega að vera góð grein.”
- Svara grein 1 stig.
- mynd 8 stig.
- Senda inn skoðanakönnun 10 stig.
- Svara skoðanakönnun 1 stig, jafnvel ekkert stig.
- “Ég ætla” 0 stig því það er bara einn svarmöguleiki og því ætti ekki óviðkomandi að vera hagur í að taka þátt.
- Senda inn kork 2 stig.
- Svara korki 1 stig.
- Að greiða einhverjum andkvæði fyrir dónaskap eða leiðindi ætti að kosta 1 stig.
- Annað frá Logical: Ef viðkomandi er “fundinn sekur” (sjá neðar) fái þeir sem greiddu honum andkvæði stigin sín til baka og ætti þá það að greiða andkvæði að kosta fleiri stig, 5-10 til dæmis.
En hvernig útfærum við þessi andkvæði?
Mín hugmynd er að þessi And-kvæði séu ekki næg til að reka fólk, aðeins til viðkomandi verði skoðaður og ef sú skoðun leiðir í ljós eitthvað misjafnt ÞÁ sé fólk varað við eða rekið.
Fragman kom með þá hugmynd að ein tegund refsingar sé að hvað sem viðkomandi gerir fái hann ekki stig fyrir í ákveðinn tíma.
Til að það sé ekki einhver einn aðili sem hleður á mann andkvæðum þá þyrfti að tengja þau greinum eða takmarka við daga, þú gætir ekki gefið sama manninum nema eitt andkvæði á dag eða eitt andkvæði á þráð/grein.
Ennfremur ættu andkvæðin að sjást á notandaupplýsingasíðunni og fyrnast á 30 dögum.
Vonandi hjálpar þetta við að halda fólki við málefnin og að koma í veg fyrir skítkast og persónuárásir, því slíkt dregur Huga niður.
Aftur að stigunum.
Við þurfum að koma í veg fyrir stigavændið en jafnframt að gera stigakerfið fýsilegt og sanngjarnt.
Nú eru margir með ótrúlega mörg stig og væru sennilega ekki sáttir við að stigin væru bara núlluð, hvað er til ráða?
Eigum við að núlla stigin í óþökk ofurhuganna sem hafa reyndar sumir hverjir náð í þau með stigavændi af verstu gerð, eða eigum við að draga frá þau stig sem eru fyrir eitthvað sem engin stig fást fyrir þegar breytingarnar eru afstaðnar?
Það er ekki mitt að svara þessu því ég veit ekki hversu mikla vinnu þessar lausnir innifela.
Þegar lausn er komin á þessu máli mætti svo skoða fleira sem maður gæti gert við stigin sín (annað en að greiða andkvæði) svo stigin séu ekki bara einhver tala sem þýðir voðalega lítið eins og hún gerir í dag.
En það er seinni tíma umræða.
Kveðja,
Octavo
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: