Frétt Stöðvar 2 í kvöld um hlaupahjól með mótor sló öll met. Nú er komið fram að þessi hjól eru flokkuð í sama flokki og létt bifhjól. Það þýðir að það þarf núna próf á þessi hjól, það verður að vera með hjálm, stefnuljós, númer, dempara, há og lág ljós ofl. Listinn heldur áfram. Til að gera langa sögu stutta þá er ekki hægt að uppfylla þessi skilyrði sem þessum hjólum eru sett.

Það er sem sagt búið að gera þessi hlaupahjól ólögleg.

Hvað gerist næst? Er fyrirtækið sem seldi hjólin bótaskylt gagnvart kaupendum sínum? Eða ríkið kannski fyrir að gera öll þessi hjól verðlaus með einu pennastriki?

Það er greinilega að þessi reglugerð sem tekur á hlaupahjólum með mótor er þrælgölluð og nú er um að gera að þrýsta á breytingar á henni sem fyrst.

Báknið burt…

Xavier@hugi.is