Almannavarnir ríkisins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að upplýsingar hafi borist um að á höfuðborgarsvæðinu og víðar gangi sá orðrómur um að yfirvofandi sé ógnarjarðskjálfti á Reykjavíkursvæðinu. Segir í tilkynningunni að ljóst sé að slíkur orðrómur styðjist ekki við nein vísindaleg rök né ummæli og sé því fullkomlega órökstuddur. Mikilvægt sé að almenningur aðstoði yfirvöld við að kveða orðróm þennan niður og haldi ró sinni í hvívetna.

Heimild <a href="http://www.mbl.is/frettir/innlent/"> mbl.is </a>

Svo virðist sem æsifréttamennskan á stöð 2 hafi verið farin að valda múgsefjun á höfuðborgarsvæðinu og sala á dósamat hefur rokið upp úr öllu valdi. Almannavarnir hafa nú leiðrétt þetta.

Kwai
Kwai