Sæl,
Reykingar fyrir byrjendur.
Ég mæli með því að þegar fólk ætlar að byrja reykja byrji það í einhverju léttu. Kannski helst Winston Lights eða jafnvel Salem. Reyndar er Salem ekki alveg jafn góður kostur þar sem hættan er að geta ekki skipt yfir í meira cool tegundir, eins og Malboro eða Winston.
Sú sígarettutegund sem ég mæli þó mest með og er að koma mjög skemmtilega sterk inn á markaðinn er Kent Lights. Er í svölum rauðum og hvítum pakkningum og gefur milt, ekki og sterkt eftirbragð. Ef þú ætlar að byrja að reykja þá myndi ég hiklaust mæla með þeirri tegund.
Nýlega voru samþykkt ný tóbakslög. Þegar þau taka gildi mun verða óheimilt að tala um einstakar sígarettutegundir á söluhvetjandi hátt. Hefur einhver séð svona yfirgengilega heimskuleg skrif eins og hér að ofan, nei líklega ekki enda láta fáir slíkt útúr sér. Ef þú gæfir út smásögu þar sem sígarettutegund kæmi fyrir, væri hægt að túlka það á söluhvetjandi hátt? Auk þess ætti mér nú að vera frjáls að hafa þá skoðun að sígarettur séu vel þess virði að reykja, hvort sem hún er vitlaus, heimskuleg eða röng í augum einhverra. Það er einfaldlega tjáningarfrelsið. Hvenær verður bannað að tala um áfengi eða hvern þann hlut sem er ekki ríkinu þóknanlegur? Þrátt fyrir að ég sé sammála því að reyna eigi að stemma stigu við reykingum og halda þeim frá fólki sem vill ekki vera í kringum tóbaksreyk þá get ég ekki sagt að ég sammála því að brjóta á tjáningar og málfrelsi einstaklinga í landinu. Sá réttur er einfaldlega mikilvægari.
kveðja,
kundera