Takið ykkur 5 mín eftir lestur og hugleiðið. Ekki hvort ég hafi rétt eða rangt fyrir mér. Heldur hvort eitthvað sem þið gerið geti hrint í framkvæmd einhversskonar lausn. Ég heyrði nefnilega einhverntímann að maður þyrfti ekki að vera öll hreyfingin til að stuðla að framkvæmd. Ég ábyrgist það að þið komist af niðurstöðu sem kemur ykkur sjálfum á óvart.


Veltið þið stundum fyrir ykkur hvar við erum stödd í þróunninni. erum við rétt að byrja eða er líf á jörðinni í hættu.Mín skoðun er sú að enginn getur sagt til um það, ekki vísindamenn ekki stjórnmálamenn, ekki páfinn, ekki kolbrún arnardóttir og alls ekki ég. Þrátt fyrir það finnst mér ekki lengur hægt að taka áhættu ofaní áhættu fyrir komandi kynslóðir til að súpa seyðið af. Að minnsta kosti verðum við að búa til stofnannir sem eru óháðar auðvaldinu og óhræddar við að storka kapitalistanum á stjórnmálalegum forsendum oftar en fjórða hvert ár. Í sambandi við heimili okkar jörðinna. Sama heimili og við höfum búið á í mörg þúsund ár og aldrey verið annað en gjöfult og fjölbreytt. ——
Nú stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem þekktust ekki fyrir 2-3 hundruð árum síðan, vandamálum sem við eigum í raun ekkert að vera að glíma við. Og vegna þess að þessi vandamál eru skrifuð á okkar reikning í mannkynssögunna, ber okkur skylda til að leiðrétta þau eða að minnsta kosti hætta að gera þau mistök sem við eigum að vera búin að læra af. Eitt er víst einhver dó og gerði okkur að lögreglu, dómsvaldi og konungi yfir okkar gjörðum sem íbúar í landi mannsins. Þrátt fyrir ótrúlegar framfarir á nær öllum sviðum mannlegrar þekkingar hefur okkur ekki en tekist að virða þetta mikla vald sem við sjálfskipuðum okkur. Og ekki einskorðungast virðingarleysið við móður okkar nátturu heldur nær það einnig yfir sambýlisfólk okkar annarstaðar í fæðukeðjunni sem ég lít á sem bræður okkar og systur. Og þau systkyni okkar sem hvað verst hafa farið útúr valdaráninu eru ekki einu sinni á lífi til að vitna gegn okkur “útdauð” og fleiri bræður okkar og systur klóra í bakkan í þessum töluðu orðum . Því er ekki víst hvort börn ykkar eða börn þeirra fái nokkurntímann að sjá dýr eins og Bengal tígrisdýrið, asísku risapönduna, Afrísku risagórillinna, meira að sega afrískir og asískir fílar eru í útrýmingarhættu vegna þess að við höfum drepið 50 prósent af öllum lifandi fílum á síðustu 3 kynslóðum , vissuð þið að til eru svartir og hvítir nashyrningar sem haldið er lífinu í með gervifrjógunum og dýragarðavist. Næsti bróðir okkar til að falla frá er dýr sem fæst ykkar hafa séð hann heitir ljónapi held ég örugglega á íslensku eða Golden Lion Tamarin nú eða “leontopithecus rosalia” hann er primate af callitrichidae fjölskyldunni hann finnst nú aðeins í litlum samfélögum með innan við 50 þroskaða karlmenn í hverjum hóp og hann er það spendýr sem er í mestri útrýmingarhættu í heiminum og mun kveðja okkur von bráðar vegnaþess að við þurftum heimkynni hans undir lífgæðakapphlaupabrautinna sem við keppumst um að hlaupa á.
En hlítur þetta þá ekki að þýða að við séum bara samrýmdur sjálfsbjargarviðleitin hópur sem á það skilið vegna lögmálsins “þeir hæfustu komast af” eða “the survival of the fittest” að drottna í sameiningu yfir öllu öðru?
Kannski?, en hvort sem það lögmál er rétt eða rangt á það ekki við okkur, lang frá því. Framkoma okkar við hvort annað er til háborinnar skammar og er búin að vera það allt frá því við þróuðumst í “siðmenntaðar” verur og þar liggur kannski ástæðan fyrir því að við gleymdum bræðrum okkar og móður það er samt enginn afsökun, uxu ekki allir löngu uppúr því að berja á vini sínum efað hann rændi mann uppáhaldsstaðnum í sandkassanum. Auðvitað er sandkassi ekki jafn mikilvægur og jarðir hinna ýmsu stríðandi fylkinga en kunnátta mannsins til að leysa vandamál án blóðsúthellinga er til staðar og hefur verið það lengi, semsagt við ættum að vera löngu vaxin uppúr því. Nú þegar árið 2001 er loksins komið eftir áralanga bið þ.e.a.s frá því að ég sá samnefnda kvikmynd eftir snillingin Stanley Kubrick Þurfa pælingarnar að miða lengra fram í tímann því nú þegar börn framtíðarinnar fara að líta dagsins ljós er okkur nauðsynlegt að geta farið með þessi fræ framtíðar til rústa nútímans og sagt að þetta sé ekki afrakstur fallins herveldis heldur aðeins draugar dána kynslóða sem þurftu að að gjalda fyrir græðgi og fávisku höfðingja sinna með lífi sínu. —–
Ég spyr sjálfan mig oft þeirra spurningar hvort þetta lífgæðakapphlaup mannsins taki einhverntímann enda. Hvenær endum við okkar endalausa kapphlaup um veraldleg gæði, plasthamingju og pólíester framkomu við hvort annað AFHVERJU þurfum við að sega þegar við verðum spurð OGVIÐVERÐUMSPURÐ : já við drukkum allt vatnið, veiddum allan fiskinn, drápum öll hin dýrin,skárum öll trén fylltum himingeiminn af drasli, menguðum allt gufuhvelið, eyddum öllu ósonlaginu, steyptum síðan yfir helminginn og tölvuvæddum hitt. Nei þetta þurfum við ekki að sega þótt framboð og eftirspurn segi að þetta sé okkur að kenna. Það voru aðrir aðilar sem tóku þessar ákvarðannir og hver heilvita maður getur séð að við spurðum ekki eftir þessu. Ég og margir aðrir hafa spurt eftir breytingum og með þessu er ég hvorki saklaus né trúi á aðferðir greenpeacemanna. Ég baða mig í vellystingum lísgæðakapphlaupsins á hverjum degi og með þessari hugleiðingu er ég ekki að setja mig upp á móti einhverjum risafyrirtækjum sem framleiða kók eða tölvur eða síma eða mcdonaldshamborgara eða hvað sem er heldur er ég aðeins að varpa fram þeirri spurningu “HVORT EKKI SÉ KOMIÐ NÓG” er ekki allavegna hægt að slappa af í svona 3-4 kynslóðir í viðbót og njóta þess sem heimili okkar hefur uppá að bjóða. Það þýðir ekkert að vera að leita að nýjum og nýjum læknisfræðilegum lausnum til að halda í okkur lífinu þegar staðurinn sem við búum á neitar að taka okkur að sér og bókstaflega “hendir okkur út” enginn uppsagnarfrestur. (imagine) 10.000.000.000 gráðuga sveltandi örvinglaða brjálaða skítuga blóðuga vopnaðra heimilisleysingja á sömu pláhnetu á sama tíma.

Seratonium 5/28/2001.——