Gourry, oftast er mjög mikið vit í því sem þú segir. En ég get þó ekki alveg verið sammála þér hérna, þrátt fyrir það að það er vel hugsanlegt að þú hafir rétt fyrir þér.
Hvernig færðu það út að þeir sem dissa tölvufólk sé öfundsjúkt? Það er mjög líklegt að fólk ÆTTI að vera öfundsjúkt, en það gerir það ekki að staðreynd að allir sem dissa tölvufólk séu öfundsjúkir og séu að vinna í kassagerðinni.
Ég dissa oft fólk fyrir að hanga í tölvunni, ég er ekki (mér vitanlega) öfundsjúkur útí annarra manna líf né með lágt sjálfsálit eða þarf að upphefja mig á einn eða annan máta. Ég er ekki að segja að ég sé eitthvað betri en næsta manneskja samt. Mér finnst skemmtilegt að dissa fólk útaf þessu, alveg eins og mér finnst skemmtilegt þegar aðrir dissa mig, ég hef alist upp við diss og skot brandara og hef oft mjög gaman af þeim.
Sjálfur hangi ég oft fyrir framan tölvuna, byrja meira að segja öll djömmin mín fyrir framan tölvuna með einn tvo bjóra áður en ég legg af stað útúr húsi. En þó að ég drekki þýðir ekki að ég sé að drekka mig pissfullan, og hvað þá til að trúa að ég eigi mér eitthvað líf. Ég á mér líf, nákvæmlega eins og allir. Þú hljómar ekkert skárri en þeir sem eru að dissa ykkur, fólk eins og ég gerir það í gríni á meðan það er mun alvarlegri tónn yfir þínu dissi. Auðvitað getur verið að ég sé að misskilja þig.
Geysus, þú velur þér þín eigin áhugamál og lífsstíl. Ekki vera að verja hann fyrir öðru fólki ef það skilur það ekki til að byrja með, það á aldrei eftir að ná því.
Það eru mismunandi hlutir sem fólk skemmtir sér yfir, líkt of fólk er mismunandi. Ef fólk er að dissa ykkar áhugamál og lífsstíl, leyfið þeim að gera það. Það er þeirra vandamál, ekki sökkva niður á sama level. Fólk sem er ávallt að setja útá aðra er ekki skemmtilegt (að mínu mati).
Gourry, það er samt mismunandi hvað fólk dáist að og ég persónulega dáist að fólki sem vinnur í skítavinnum og lifir ánægt frekar en fólk sem eltir frama og frægð þangað til það áttar sig á því að það hafi gleymt að lifa lífinu.
Ég hef reyndar byggt mitt álit á minni reynslu, fólk hefur upplifað mismunandi hluti og þannig með mismunandi sjónarmið. Af því eldra fólki sem ég þekki þá er algengari að þeir sem eru fátækari eru ánægðari og ég hef alist upp við að horfa á “ríka” fólkið í fjölskyldunni gera fátt annað en að hugsa um það hvað aðrir eru að gera, slúðra og fleira sem hjálpaði mér þegar ég fór gegnum rebel skeiðið mitt og gerði það að verkum að ég vill frekar lifa einn æðislegan dag, eins og ég vill hafa hann (í tölvunni þessvegna) frekar en að velta mér uppúr frama og frægð.
Ef þið viljið vinna við tölvur þá er það fínt, þið virkjið heilasellurnar og það er alltaf gott. Ef einhver annar vill vinna við að verka fist þá er það líka góð og heiðarleg vinna.
Í lokin: ekki líta niður á þá sem ná ekki jafn langt og þið á framabrautinni, vegna þess að það er vel hugsanlegt að manneskjan hafi greindina og sköðunarhæfileika umfram ykkur en hafi þó ákveðið að vilja eltast við eitthvað annað í lífinu.
PSS. Ef þið viljið sálgreina mig og koma með niðrandi skot á mig, eins og venjan er hjá ykkur þegar ég opna munninn, gerið ykkur grein fyrir því að ég er ekki og hef ekki verið að dissa ykkar áhugamál nema í gríni (hvort sem einhverjum hafi fundið það fyndið eða ekki) og skotin koma þá úr ykkar átt, ekki minni.