Eitt það ógeðslegasta sem ég get hugsað mér er þegar ég sé í sjónvarpinu að verið er að níðast á einhverri saklausri skepnu.
Fátt sem fyllir mig jafn miklu hatri og þetta.
….en..
hinsvegar þá fær þetta mig til að verða þeim mun betri við dýr, og fleiri en mig (vona ég).
Svo ég spyr, er þetta góður hlutur eða slæmur?

Of mikið jafnvægi í heiminum, illir hlutir leiða oft af sér góða.
Og öfugt.

En hvað er að fólki sem gerir þetta?
Ég veit um nokkrar manneskjur hérna á Íslandi sem hafa verið að níðast á dýrum og þetta er mesta viðurstyggð sem til er.
Ef ég sé einhverja manneskju nokkurn tímann ráðast á saklaust dýr þá sver ég það að ég lem manneskjuna með hvaða áhaldi sem er, jafnvel myndi ég í reiði minni drepa manneskju.
Þið hafið kannski séð í sjónvarpinu þegar einhverjir menn eru að lemja hund til dauða, undir slíkum kringumstæðum myndi ég ekki hika við að drepa fólkið. Jafnvel þó það væri heimskur krakki í hópnum.

Þetta er öflugasta dæmi um hversu mikinn viðbjóð mannkynið hefur að geyma og þegar ég hugsa til þess þá skammast ég mín fyrir að vera partur af því.
Og sorglegast þegar fólk segir: Þetta eru bara dýr, sem hugsa ekki einu sinni.