ANARKISMI
Er ekki tilbrigði við ríkisfyrirkomulag. Anarkistar vilja ekki þröngva sínu verðmætamati uppá aðra. Anarkismi er ekki hryðjuverkastarfsemi, útsendarar ríkisstjórnarinnar; lögreglan sem ógnar þér til hlýðni við sig leggur stund á hryðuverk. Ríkisstjórnir hóta refsingu hverjum þeim sem dregur vald þeirra í efa. Þannig er það ríkið sem í raun er stofnun ógnunar og ótta. Anarkismi treystir ekki á ógnun til að ná árangri því að persóna sem er hrædd er ekki frjáls. Þetta er það sem anarkistar trúa:
Ríkisstjórn er ónauðsynleg óþægindi
Þegar manneskjur aðlagast því að taka ábyrgð á eigin hegðun geta þær unnið saman á grundvelli gagnkvæms trausts og hjálpsemi.
Engar umbætur geta mögulega gert ríkisstjórn þolanlega. Beiðnir til ríkisstjórnar um endurmat á umkvörtunarefnum, sýna einungis framá sýndarlögmæti gerða hennar og auka þannig uppsafnað vald hennar. Þá er sama hvort að viðkomandi beiðni er sinnt eða ekki þar sem bara það að því sé tekið sem sjálfsögðu að ríkisstjórnin verði að redda málunum sýnir uppgjöf þegnanna.
Ríkisstjórnin mun detta upp fyrir um leið og viðfangsefni hennar hætta að taka henni sem sjálfsögðum hlut.
Ríkisstjórn getur ekki þrifist án samþykkis almennings, þessu samþykki er viðhaldið með því að halda fólki fáfróðu um þeirra eigin styrk. Kosningar snúast ekki um að einstaklingurinn sýni vald sitt heldur að sýna hve lítið vald hverjum og einum er gefið. Kosningar gera ekki neitt nema að endurnýja starfsleyfi ríksisstjórnarinnar.
Hver einstaklingur verður að hafa allan rétt til ákvarðanatöku varðandi eigið líf.
Öll siðferðileg afskifti af einkamálum frjálsra einstaklinga er óréttlætanleg. Hegðun sem tekur ekki til neinna nema þeirra sem ástunda hana er öðrum óviðkomandi.
Við ættum ekki að vera bundin af stjórnarskrá eða sáttmálum frá forfeðrum okkar.
Sérhver stjórnarskrá, samningur eða samþykkt sem leggur bönd á ókomnar kynslóðir eða hverja aðra en þá sem áttu hlut að máli eru fyrirlitlegar falsanir og ósvífin svik. Við erum frjálsir aðilar einungis meðfærilegir á þann hátt sem við veljum sjálf.
Allar ríkisstjórnir þrífast á þjófnaði og kúgun sem kallast skattlagning.
Ríkisstjórnir troða tilskipunum sínum uppá fólkið og krefjast hlýðni með
hótunum um refsingar.
Öll helstu hroðaverk sögunnar hafa verið framin af undirlagi ríkisstjórnar, meðan allar þekkingarlegar framfarir, allar bætur á mannlegu samfélagi, hafa komið til af samvinnu sjálfboðaliða og einstaklingsframtaki. Grundvöllur ríkisstjórnar; valdníðsla, stendur gegn iðkun frjálsrar hugsunar, hegðunar og samvinnu.
Í hvert skipti sem ríkisstjórn er komið á laggirnar veldur hún meiri ógn en hún kemur í veg fyrir. Undir því yfirskini að vernda lýðinn fyrir glæpum og ofbeldi, misheppnast ekki einungis að útrýma tilviljanakenndum glæpum einstaklinga, heldur eru stofnsett fyrirbæri eins og ritskoðun og stríðsrekstur. Allar ríkisstjórnir sækja í að breiða út og auka vald sitt; undir ríkisstjórn fara réttindi einstaklinganna stöðugt dvínandi.
Anarkismi er fylgjandi frjálsu þjóðfélagi skipulögðu eftir leiðum samvinnu og gagnkvæmri aðstoð. Ef þig langar að vita meira um þessa heimspeki með framtíðarsýn lestu eitthvað af þeim bókum sem anarkistar hafa skrifað eða hafðu samband við einhverja af hreyfingum eða útgáfum anarkista.
Skrifað af Fred Woodworth, 1975
The Match P.O. Box 3488, Tucson, AZ 85722, U.S.A.
Þýtt og endursagt Sigurður Harðarson/Andstaða, P.O. Box 51, 800 Selfoss
Sent inn af F.D.O.