Overall þá er þetta kort betra en GeForce2 GTS, aðalega vegna þess að það er oftast hraðar í 32bit og hefur fleiri fídusa sem verða notaðir í DirectX8. Auk þess að það hefur 3 texturing unit þannig að þegar leikir byrja að nota 3 tu þá minkar hraðinn á Radeion ekkert á meðan GeForce2 á eftir að detta töluvert niður í hraða. Í 16bit þá er GeForce2 GTS lang hraðasta kortið. ATI hefur auk þess verið frægt fyrir bestu dvd spilun sem hægt er að fá og Radeon er engin undantekning.
Eitt sem á verulega að varast er að ef þú ættlar að nota Win2000 þá er þetta ekki kortið fyrir þig því að driverarnir fyrir win2000 eru ömulegir. Ef þú notar win2000 og langar í þetta kort þá er betra að bíða þangað til að allmennilegir driverar koma út og kaupa það þá, á lægra verði en núna að sjálfsögðu.