Fyrir þá sem ekki þekkja hann þá var hann frábær rithöfundur, og eftir hann liggja ‘The Hitchhikers Guide to the Galaxy’ serían, auk bóka um einkaspæjarann Dirk Gently og fleiri minna þekktar sögur.
Fyrir mér er þetta mikill harmleikur enda maðurinn algjör snillingur, hann fann alltaf réttu orðin.
Án hans hefðu aðrir snillingar eins og Terry Pratchett, Tom Holt, Robert Rankin og fleiri, fengið náð hjá útgefendum og orðið að metsöluhöfundum.
Án hans hefði líf okkar verið mun fátækara.
Ég kveð þig Douglas Adams með tár í augum, en veit að þú veist hvar handklæðið þitt ert, og þú ferð þangað sem þú vilt.
kær kveðja,
Augustus
===
p.s. Fyrir þá sem skilja ekki þetta með handklæðið, þá eigið þið nú þegar að fara í næstu bókabúð/bókasafn og fá þar Hitchhikers Guide to the Galaxy seríuna hans. EKKI fara á Laugarásvideó og taka hina hræðilega illa gerðu þætti sem að eru algjör skelfing (ég hef ekki horft á þá en allt bendir til þess).
Summum ius summa inuria