Er ég sá eini hérna, eða hafa fleiri tekið eftir því að innsendar greinar og annað efni hérna er verulega rangt stafsetningalega séð. Ég skipti mér ekki mikið af slangri og svoleiðis, en þegar ég sé önnur rangt stafsett orð (i í staðinn fyrir y og svoleiðis) þá get ég ekki annað en hugsað hvar þetta fólk lærði íslensku.

Auðvitað getur ein og ein villa slæðst inn í textann og auðvitað eru ekki allir stafsetningasnillingar en fyrr má nú vera vitleysan.

Sem betur fer er þetta ekki mjög algengt en þó það algengt að ég vil senda inn grein um þetta.

bj0rn - ö