Nú í kvöld var Simpson fjölskyldan á skjánum á Stöð2 í boði Huga.
Það var ákveðin hlutur sem að fór verulega í taugarnar á mér meðan ég var að horfa á þáttinn. Í miðjum þætti var gert auglýsingahlé. HVAÐ ER Í GANGI??? Ég er að borga áskrift að Stöð2, Hugi er að skyrkja útsendinguna og þeir rjúfa hana eins og þeir séu Skjár 1… Þetta gegnur ekki!
Skjár 1 kostar mig ekki krónu og ég er miklu frekar til í að horfa á auglýsingar á þeirri stöð en á þeim sem að ég er að borga áskriftargjald fyrir. Það er nú bara þannig hjá mér að Skjár 1 hefur ákveðið “good will” því að þeir eru ókeypis. Ég skipti ekki um stöð þegar auglýsingar hefjast á Skjá 1 og verð ekkert fúll þegar þeir rjúfa þætti til að koma auglýsingum að. Þannig lifa þeir af. Það er ekkert annað sem að þeir hafa tekjur af.
Stöð 2 á hinn bóginn er að rukka áskriftargjald í hverjum mánuði. Síðan eru þeir að selja auglýsingar og fá aðila (Huga) til að styrkja þáttinn, sem að er gott og gilt, en þegar farið er að klippa þætti í sundur til að koma auglýsingum að þá er nóg komið. Ég sæi hvað skrifað yrði í blöðin ef að RUV færi að gera þetta.
Þetta er full mikið af því góða og kominn tími til að gera eitthvað í þessu.
Hvað finnst ykkur???
Nóg í bili… Xavier@hugi.is