Sælt veri fólkið!
Nú rétt í þessu (04. maí) var að ljúka fyrsta þætti í nýrri Fóstbræðra seríu. Þetta fólk sem eru Fóstbræður eru hreinustu snillingar. Þess ber að gæta að orðið “snilld” er ofnotað í nútíma samfélagi. Þó á það við í þessu tilfelli. Fóstbræður fara sífelt ótroðnar slóðir og eru ekki feimnir við að gera hluti sem hinn meðal borgari mundi aldrei láta sér detta í hug. Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að þáttur kvöldsins var ansi grófur en það er í góðu lagi. Ef fólki finnst ekki fyndið að sjá Sigurjón Kjartansson ríghalda í eldri konu og veita henni franskann koss, þá getur það fólk bara horft á gamla Spaugstofu þætti á spólu, eða skipt um stöð. Það verður að segjast að þeir eru mikið frábrugðnir miðað við það sem þeir byrjuðu í. Það er mikið meira um nekt, ofbeldi og slíkt í þáttunum. Mér finnst það í góðu lagi, þetta er alveg í samræmi við þjóðfélagið.
Auðvitað eru ekki allir sammála mér um það að þeir séu framúrskarandi grínistar, frekar aular með gamlan húmor og ekkert nýtt, eins og einn komst að orði um þá Fóstbræður.
Ég þakka fyrir mig,
Siggibet