Það kom fram viðtali Bjarna Fel við Atla landsliðisþjálfara á RÁS 2 strax eftir leikinn að þessi leikur gildir tvöfalt, þá bæði fyrir Norðurlandamótið og sem fyrsti leikur í undankeppni HM…
Glæsilegt ekki satt…
Leikurinn í kvöld var mjög góður og Ísland sótti vel í byrjun leiks. Mark svía á 23. mín kom þvert gegn gangi leiksins eftir mikinn daraðadans í vítateig íslendinga. Vill ég meina að Árni Gautur hafi verið hindraður af einum svía sem lá ofaná honum þegar markið kom, en dómari leiksins dæmdi markið gilt.
Eiður Smári átti síðan gullfallega sendinu á Ríkharð Daða sem að skoraði glæsilegt mark á 40. mín. Rikki laumaði boltanum snyrtilega í netið framhjá markverði svía sem kom engum vörnum við.
Strax í byrjun seinni hálfleiks virtust svíarnir vera miklu sprækari og allir íslensku leikmennirnir voru komnir á hælana. Það var greinileg einhver lægð yfir liðinu og maður sá að Atli Eðvalds var allt annað en hress með sína menn.
Eiður Smári átti flotta viðtöku á boltanum rétt innan vítateigs, HONUM VAR HRINT!!! það er allveg á hreinu. Aðstoðardómarinn var greinilega að hugsa eitthvað allt annað (skoða þessar myndarlegu íslensku stúlkur sem voru á vellinum). Dómarinn dæmdi ekkert og var mikið baulað á hann fyrir vikið.
Svíar komust síðan í sókn og varði Árni Gautur stórglæsilega eftir að svíar höfðu komist í gegnum vörn íslenska liðsins sem virtist vera sofandi.
Eiður Smári átti skalla að marki sem markvörður svía varði stórglæsilega.
Eiður átti síðan eftir að koma mikið við í restinni af leiknum, hann var allt í öllu í sóknartilburðum íslenska liðsins. Hann komst einn innfyrir vörn svía og var einn gegn markverði þeirra sme sá þann kost vænstan að brjóta á Eiði. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og Helgi Sigurðsson skoraði glæsilega.
Það var ein skipting hjá Alta sem að mínu mati var allveg útí hött. Þórði Guðjóns var skipt út fyrir Helga Kolviðs. Þórður var búinn að standa sig mjög vel og alltaf að spila sig frían en boltinn lét lítið sjá sig á hægri kantinum hjá honum. Þórður var að vinna sína vinnu og gera það vel. Helgi náði sér hinsvegar ekki á strik í leiknum og rötuðu sendingar hans sjaldan rétta leið.
Þetta var frábær leikur og fín stemning á vellinum. Það er um að gera að minna fólk á að fjölmenna á næsta leik á vellinum þegar danir koma í heimsókn þann 2. september.
ÁFRAM ÍSLAND…
Nóg í bili…. Xavier@hugi.is