RITSTULDUR !
Hér á hugi.is er einn njög óþolandi fítus.
Hann er sá að menn komast upp með það hvað eftir annað að copy/pastea efni inn á þessa síðu. Þetta þykir mér einkar leiðinlegt að horfa upp á, og hef svosem sagt það áður.
Eina leiðin til að sporna við þessu sem ég sé, er sú að netstjóri búi til sér frétta síðu, þar sem uppétnar greinar eru látnar, og haldi forsíðunni fyrir frumsamdar greinar.
Frumsamdar greinar eru frá fólki sem hefur eitthvað að segja, en uppétnar greinar eru frá fólki sem er að segja hluti sem einhver annar hefur að segja. Og annað…íþróttagreinar þær sem hér gefur að líta eru nær alltaf étnar upp af vefnum, og svosem allt í lagi með það. En það fólk sem er að skrifa alvöru greinar og hefur í raun eitthvað að segja annað en hvernig leikurinn fór í gær einfaldlega týnast inni á milli íþróttafréttaflóðsins.
Getiði ekki bara leyft Halta Birni að sjá um íþróttfréttamennskuna?
Í það minnsta komið með eigið álit á því sem þið virðist neyðast til að segja okkur aftur og aftur.
(höfundur er ekki mikill áhugamaður um íþróttamenn og bendir á síðuna “íþróttafréttamenn djöfulsins” á heimasíðu sinni hjá Hugi.is)
Reynum nú að vera sjálfstæð!