Sýnum nú lit!! TJÁUM OKKUR !
Jæja gott fólk,
ég hef haft það fyrir sið í gegnum ævina að predika fyrir ýmsum hlutum, og skipta mér af öllu því sem ég tel yfirleitt að komi mér við. En hér á hugi.is virðist vera skortur á ákveðnum hlut. *hefst predikun*
En það er það að fólk hafi ekki bara eigin skoðanir, heldur einnig skoðanir á því sem aðrir eru að segja. Þannig hefur vefstjóri hugi.is nú sett inn þann möguelika fyrir fólk að gagnrýna greinar annara, eða bara svara þeim, og vil ég nú endilega biðja fólk að svara þeim greinum sem það les, þó ekki sé nema bara til að segja örstutt álit sitt á greininni (úthella jafnvel smá skömmum og djöfulgangi yfir höfund, eða hrósi), og segja hvað því finnst.
Ef við eigum hér að skapa lítið samfélag áhugafólks u veraldleg málefni, og ná að byggja upp fallega veröld fyrir utan hina veraldlegu (…shut me up someone) þá verðum við að hafa skoðanir !
Hafið Skoðanir!
Verið Virk!
Segið ykkar álit!
Elskiði náungann!
Passiði kólesterólmagnið í blóðinu!
…en umfram allt, ekki byrgja inni þessar tilfinningar sem brjótast um innra með ykkur…segiði það sem ykkur langar að segja, og ef þið hafið ekki löngun til að segja neitt, heldur viljið bara hlýða á hversu sannfærandi og yfirþyrmandi “rödd” þeirra sem þora að segja eitthvað hljómar…
…gangið í krossinn!
Það sem ég vildi sagt hafa, endilega segið ykkar álit á hlutunum
(Höfundur er ekki í krossinum, né heldur er hann líklegur til að verða það nokkurntímann)