Notendur urðu fyrst varir við hann í Bandaríkjunum á föstudaginn og í Ástralíu og Asíu núna um helgina.
Vírusinn fer í e-mail forrit notenda og áframsendir sig til allra þeirra sem eru í póstfangaskrá viðkomandi notanda.
Þessi vírus er hins vegar ekki Visual Basic hannaður (þ.e.a.s. ekki með .vbs endingu) heldur er notast hann við ákveðin möguleika Windows, réttara sagt “Shell Scrap Object”. Þessi vírus hefur endinguna .shs en þessi ending er einmitt ein af þeim sem Windows felur sjálfkrafa.
Heiti tölvupóstsins sem vírusinn hangir á er oftast “jokes”,“funny” og “life stages”. Innihald tölvupóstsins er oftast það sama og titillinn segir til um. En vírusinn dvelur hins vegar í viðhengi sem lítur út fyrir að vera .txt skjal.
Eins og sagt var hér að ofan hafa þeir sem hanna vírusvarnarforrit gefið út aðvörun vegna þessa.
Dreitill Dropason esq.