Heyrst hefur að Halo verði ekki gefin út strax á PC eftir kaup Microsoft á leikjafyritækinu Bungie. Bungie hefur verið að kynna þessa nýju kynslóð af tölvuleik á PC (einkatölvur) en nú eru breyttar áherslur. Nú lítur út fyrir að leikurinn komi fyrst út á nýju leikjatölvu Microsoft, XBox. Framleiðendur HALO hafa tilkynnt að þeir eru mjög áhugasamir yfir þessari nýju tölvu og möguleika hennar. Staðlaður búnaður og afl leikjatölvunnar er eitt af þeim atriðum sem vekja áhuga þeirra á að koma leiknum yfir á XBox.
Rætt hefur verið við Jason Jones, einn af stofnendum Bungie, og rætt við hann um þessi mál. Kíkið á
http://www.dailyradar.com/features/game_feature_page_919_1.html