20 leikmenn valdir fyrir leikina gegn Þýskalandi o
Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið 20 manna hóp fyrir leikina gegn Þýskalandi og Úkraínu í Evrópukeppninni sem fram fara 17. og 22. ágúst. Fyrri leikurinn er gegn Þjóðverjum á Kópavogsvelli en sá síðari gegn Úkraínu á Laugardalsvelli.