Ísland tapaði fyrir Finnum
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrsta leik sínum 44-80 fyrir Finnum á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Björgvin í Noregi. Úrslitin gefa reyndar ekki alveg rétta mynd af leiknum og til að mynda var staðan í hálfleik 26-34 Finnum í vil. Það var hins vegar síðasti fjórðungurinn sem helst gerði þennan mun en þar gekk íslensku stúlkunum frekar illa.