Nú lítur ekki út fyrir það að Smashing Pumpkins séu á leiðinni hingað á klakann. Sá orðrómur sem kom upp um að sveitin ætlaði að ljúka ferli sínum hér á Íslandi í Laugardalshöll, virðist hafa orðið að engu. Fregnir segja að þeir ætli í annan Asíu túr eftir Evróputúrinn sem klárast 4. nóvember í London. Var talað um dagsetningarnar 8. eða 9. nóv fyrir tónleikana í Höllinni en það lítur út fyrir að sú dagssetning sé þegar bókuð.
En ekki er öll von úti ennþá, því samkvæmt heimasíðum er þetta ekki 100% staðfest
http://www.spifc.org/