Munurinn á IA-64 og x86-64 er aðalega sá að IA-64 er allveg nýtt sem byggist á blöndu af RISC og CISC hönnun og er þannig gert að það vinnur bara í 64bit og þarf að herma eftir 32bit ef það á að vinna með 32bit forrit. x86-64 aftur á móti er bara endurbætt x86 ISA 32bit instruction sett sem er notað í öllum PC örgjörvum núna í dag. Með því að endurbæta bara gömlu tæknina þá mun Sledgehammer geta keyrt öll 32bit forrit án vandræða og langt um hraðar en Itanium frá Intel.
Svo virðist þá að það tímabil sem tekur iðnaðinn að færa sig á milli 32bit í 64bit mun verða í höndum AMD, en tímabilið eftir það er erfitt að spá um en ég mundi frekar veðja AMD því að þegar 64bit verður notað meira en 32bit þá verða til margfalt fleiri forrit sem virka á x86-64 heldur en á IA-64.
_______________________