Ég hef heyrt margar sögur um lögregluna hér á Íslandi sumar góðar og sumar slæmar! Enn því miður eru þær góðu of fáar! Enn því miður er lítið hægt að gera í því, allavega getum við líklega ekki gert neitt mikið í því. En ég las sögu í blaðinu um daginn um stúlku sem er lömuð frá mitti og niður. Það er ekki gott mál. Þetta gerðist fyrir nokkrum árum þegar hún var um 16 ára gömul að það var ráðist á hana og hún lamin til óbóta, hún var niðri í bæ þegar þetta átti sér stað! Eftir þetta er hún lömuð frá mitti og niður! Lögreglan var þarna rétt hjá enn gerði ekki neina athugasemd við því að það hafi verið að lemja hana í köku! Hún kallaði marg oft á hjálp en aldrei kom lögreglan! Þeir héldu bara að hún væri dukkin og væri bara að leika sér! En svo var ekki. Hugsið ykkur lögreglan spáði ekki einu sinni í því að hún var undir aldri.
Ég er oft að pæla í því hvort lögreglan sé bara eitthvað punt! Ég spyr er eðlilegt að maður verði hræddur þegar lögreglan keyrir framhjá?? Nei mér fyndist að maður ætti að finna fyrir öryggiskennd enn nei svo er ekki. Í Bandaríkjunum finnur fólk fyrir öryggiskennd um leið og þeir sjá lögreglubíl eða einkennisklæddan lögregluþjón! Hvert er þetta þjóðfélag að fara? Lögreglan tekur fólk fyrir minnsta brot það er eins og það sé ekkert að gera hjá þeim stundum. Eins og fyrir nokkrum árum voru krakkar sem eru ári yngri en ég í hverfinu mínu eitthvað úti eitt kvöldið og nokkrir þeirra með bakpoka. Lögreglan kemur og ætlar að fá að leita í bakpokanum hjá einni stelpunni en hún segir nei (ég hef aldrei vitað til þess að lögreglan mætti leita í töskum þarf hún ekki einhverja leitarheimild??) og byrjar að labba í burtu, lögreglan tekur ekki eftir því að hún labbi í burtu því að þeir voru að tala við alla hina krakkana. Svo spyr einn lögregluþjónanna hvert hún hafi farið, þá segir kunningi minn að hún hefði bara farið og þeir hefðu engan rétt á að leita í töskunni hennar! Þá reiðist lögregluþjónninn og rífur í hann skellir honum í jörðina og handjárnar hann og fer með hann inn í bíl og yfirheyrir hann! Þetta finnst mér alveg út í hróa, að hann geti gert þetta!
En ég spyr ætli lögreglan sé bara upp á punt? Endilega segið mér sögur um ykkar reynslur við lögregluna!
Ég Þakka!
RayFranco