Discworld…
…er heimur sem hýrist á bakinu á stjörnuskjaldbökunni A´Tuin og er skapaður af Terry Pratchett.
A´Tuin ferðast um geiminn í endalausri leit sinni að maka (eftir því sem vísindamenn Discworld komast næst) en ekki hefur vísindamönnum tekist að komast að því enn sem komið er hvors kyns A'Tuin er, karl eða kvendýr.
Innan þessa undarlega heims eru til margar skrýtnar og skemmtilegar persónur, og þar ber fyrstan að nefna Rincewind, sem er alveg hreint stórkostlega seinheppinn galdrakall.
Svo við segjum það bara með orðum höfundarins
“Rincewind is one of those people who gets in the way of his own happiness. If it was raining kisses he'd be the only person with an umbrella.
– (Terry Pratchett, CIX Pratchett Conference)”
Þetta er dæmi um hvernig höfundurinn fer með Rincewind greyið, en Rincewind er jú einu sinni sköpunarverk Pratchett og því getur Pratchett att honum út í hvað sem honum sýnist. Rincewind er eini galdrakallinn sem hefur komið út í mínus úr Unseen University (Galdraskóla Discworld), en hann lærði þar ekkert, ef hann mögulega komst hjá því, en einn daginn varð hann fyrir því óláni að læra eitthvað. Það var þó algjörlega óviljandi gert, því fyrir slysni hnýstist hann í eina af hinum máttugri galdrabókum sem skólinn á(en þær máttugri eru flestar bundnar niður með keðjum, því orkan í þeim er slík að ekki er hægt að ábyrgjast þær ef þær ganga lausar…) og úr þeirri bók flaug til höfuðs Rincewind einn af máttugri göldrum sem til eru á Discworld. Enginn veit nákvæmlega hvað galdurinn gerir, en það er þó vitað að ef Rincewind slysast einhverntímann til að sleppa honum lausum þá ferst heimurinn. Af þeim orsökum er Rincewind ekkert of hrifinn af því að nota galdra, en er þó álitinn (af þeim sem ekki vita betur) galdrakall.
Einnig má glöggva sig betur á lífsskylirðum Rincewind með því að líta á hans eigin umsögn:
“Luck is my middle name,” said Rincewind, indistinctly. “Mind you, my first name is Bad.”
– (Terry Pratchett, Interesting Times)
Litskrúðugar persónur og stórkostlegur gálgahúmor Pratchett er það sem hefur gert það að verkum að hann hefur gert Discworld seríuna að einni vinsælustu sci-fi/adventure seríu allra tíma.
Bókum hans um Discworld seríuna má líkja við veröld Tolkiens í Hringadróttinssögu, ef Tolkien hefði verið á sveppum. furðuverur og fáránlegir staðhættir í samblandi við óendanlega óheppilega atburði eru það sem gerir Discworld seríuna jafn skemmtilega og raun ber vitni.
Í þessum heimi eru stórslys reglan fremur en undantekningin, og allir íbúar í fullri vinnu við að taka afleiðingunum… en svo eru aftur á móti þeir sem vinna við að hreinsa upp eftir allt saman.
Dæmi um slíka persónu er dauðinn.
Dauðinn er sá Karakter sem hvað mest ríður á að hreinsa til í Discworld, og hann hefur meira að segja haft svo mikið að gera að hann hefur þurft að taka sér lærling(MORT). Mort aftur á móti gerði eins og vant er hjá íbúum Discworld og bakaði Dauðanum enn meiri vandræði með því að verða ástfanginn af viðfangsefninu, og reyndist því erfitt að ljúka verkum sínum (að enda líf þess). Önnur ástæða þess að samstarf Mort og dauðans er erfit er hinn gífurlegi munur á lífsreynslum þessa tveggja karaktera:
(dauðinn “TALAR” alltaf í hástöfum í bókunum)
- “My granny says that dying is like going to sleep,” Mort added, a shade hopefully.
- I WOULDN'T KNOW. I HAVE DONE NEITHER.– (Terry Pratchett, Mort)
Þessar örstuttu umsagnir um nokkra karaktera Discworld seríunnar, eru engan veginn tæmandi upplýsingar um öll þau vandræði sem hver persóna veldur, því enn er eftir að líta á annan mikilvægan þátt í lífi íbúanna, en það er sá þáttur er lítur að því að KOMA SÉR í vandræði, fremur en að taka afleiðingum gjörða annara. Allar persónurnar hafa víðtæka reynslu af slíku, en virðast þó aldrei læra þann eina hlut sem þyrfti helst að skóla þá til í, en það er að koma sér úr þeim aftur.
Nornirnar eru einkar skemmtilegir karakterar úr Discworld, og hafa ýmsar skemmtilegar lífsskoðanir komið frá þeim, t.d.
“Baths is unhygienic,” Granny declared. “You know I've never agreed with baths. Sittin' around in your own dirt like that.”
– Taking personal hygiene to new limits
(Terry Pratchett, Witches Abroad)
Svona fyrst minnst er á Discworld, þá er ekki annað hægt en að enda hér á örstuttri umfjöllun um Unseen University (hér eftir U.U)
(Óséða Háskólann fyrir þá sem eru íslenskusinnaðir).
UU er skóli fyrir galdrakalla, og hefur gefið af sér afsprengi eins og Rincewind. Galdrakallar sem læra í UU eru allflestir lítið hrifnir af því að rísa til metorða í skólanum, en þó eru þeir til sem það gera.
Ástæðan fyrir því er sú að því lengra upp sem þú ferð, þeim mun fleiri eru fyrir neðan þig til að naga þig í hælana (eða bíta af þér fótinn, ef mögulegt er að ná svo hátt), og grípa af þér titilinn. Að öðru leyti er UU oftast fremur eðlilegur galdraskóli, með hlutum sem springa, fara úrskeiðis, og galdramönnunum sem hafa ekki tíma til að sinna þessum hlutum vegna embættisskyldna sinna(sem innihalda mat drykk og nóg af svefni).
Discworld serían er alveg yndisleg dægradvöl og er óhætt að mæla með henni fyrir alla þá sem hafa gaman af vitleysu í óþrjótandi magni. Persónurnar eru skemmtilegar, heimurinn athygliverður og ævintýrin sem Pratchett býr til hvert öðru skemmtilegra.