EM 2008 á Bretlandseyjum?
Knattspyrnuyfirvöld á Skotlandi, Wales, Norður-Írlandi og Írlandi íhuga að leggja fram umsókn um að halda Evrópumótið í knattspyrnu árið 2008. Belgía og Holland héldu sameiginlega Evrópumótið í sumar og S-Kórea og Japan mun einnig standa sameiginlega að mótshaldi heimsmeistarakeppninnar 2002. Næsta Evrópumót verður haldið í Portúgal 2004. Englendingar voru mótshaldarar á EM 1996.