meira um Greinar
Ég er sammála stefanv um að greinarnar hérna eru oftar en ekkert annað en ábendingar og linkar en ekki “greinar”, vert væri að athuga að hafa “ábendinga kubb” við hlið greina kubbsins þar sem hægt er að skrifa stuttar ábendingar, auglýsingar eða annað slíkt sem að maður býst við að fólk finni aldrei með því að henda því í korkinn, meina korkurinn hefur alltaf þónokkrar fyrirsagnir og síðan kanski á annaðhundrað svör við þeirri fyrirsögn, hvernig ærlarðu að henda inn ábendingu þar? það eru ekki það margir sem lesa öll 200 postin á eftir fyrirsögninni heldég. Ég held að vefstjóri hugi.is ætti að líta á þann möguleika að bæta við kubbi þar sem hægt er að henda inn svona litlum ábendingu (ekki of litlum þó) og hafa síðan “limit” á greinunum með því að setja inn lágmarks orðafjölda(stafafjölda even) til að hindra svona litlar ábendingar í því að koma fram í greina kubbnum.