Mér þykir akkúrat bera mjög mikið á því að fólk skrifi ekki alveg nógu vel rökstuddar greinar hér á hugi.is.

Ég hef nú litið á ýmislegt hér inni, og þykir síðan vera alveg hreint prýðileg hugmynd, og ágætis afdrep fyrir okkur netrotturnar. En margar þeirra “greina” sem eru skrifaðar hér inni eru mjög stuttar, og oftar en ekki ábendingar um slóðir eða áhugaverða staði.

Væri lausn e.t.v. fólgin í því, eins og otur bendir á, að setja lágmarksfjölda orða við greinar. Eða jafnvel að búa til svæði sem er sérstaklega ætlað stuttum ábendingum og linkum?
Það er eitthvað sem vert er að huga að.