Jón Arnar hlaut silfur í Lissabon
Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, hlaut í dag silfurverðlaun í sjöþraut á HM í Lisbon, Portúgal. Hann hlaut samtals 6233 stig, sem jafnframt er hans næstbesti árangur frá upphafi. Sigurvegarinn, Roman Sebrle fékk 6420 stig og Lev Lobodin, sem varð í þriðja sæti 6204.