Ég horfði á kastljós í gær, þar sem að var viðtal við Guðmund netverja og einhvern Magnús(minnir mig) sem er formaður stefs. Guðmundur(minn maður) kom með snilldar rök fyrir engum skatti á diskunum, sem var að fyrirtæki eins og RedHat og fleiri fyrirtæki sem fylgja Reglum um frýann hugbúnað bjyggu til forrit sem og stýrirkerfi sem taka mörghundruð mb, settu þau á geisla disk og dreifa þeim frýtt til notenda sinna. Afhverju íslenskir tónlistarmenn ættu að græða 35 krónur í hvert skipti sem Redhat vill gefa einhverjum geisladisk. Þessi Magnús hélt áfram með sömu rök og allir aðrir stef-arar, að tónlistarmenn ættu á hættu að tölvuglæpamenn gætu HUGSANLEGA sett tónlistina þeirra á geisla disk!!!
Núna er ég búinn að eiga Geislaskrifara í tæp 2 ár, og ég hef aðeins brennt hugbúnað og samtals 4 Íslensk lög. Þessi lög voru
Quarashi - Stick'em up
SpitSign - Bullzeye
Vígspá - Ringulreið 2000
Toy Machine - Be Like Me
Mínus - Leisure (Curver Dub mix)
Ég vill líka benda á að öllum þessum lögum er dreift frýtt á heimasíðum hljómsveitanna.
-Gunna