Ég er einn af þeim sem nennti almennt ekki að hlusta á útvarpsstöðina Radíó. Einfaldlega vegna þess að ég hlusta á útvarpið til að hlusta á tónlist en ekki til þess að heyra útvarpsmann þykjast vera með Downs heilkenni allan daginn. Ég s.s. var dyggur hlustandi X-ins þangað til í gær (4.ágúst).
Að vísu var maður ekki alveg laus við blaðrið þar en það var skárra heldur en prozac gleðin á FM og mongólítarnir á Radíó. En nú eru Radíó og X-ið einn og sami hluturinn og ég hef engan stað til að hlusta á tónlist. Að vísu er Þossi útvarpsstjóri á þessari “nýju” rás þannig að kanski að maður fari að heyra betri tónlist heldur en Radíó spilaði. Ef ekki þá er ég allavega í vondum málum og þá sérstaklega ef napster lokar því það er eini staðurinn til að nálgast góða tónlist þessa dagana.
Samruni þessara tveggja útvarsstöðva er slæmt mál að mínu mati fyrir X-ið en bjargar Radíó sem var í mikilli stöðnun og marg búin að nauðga “tvíhöfða” húmornum. Ég vil samt fá X-ið mitt aftur !!

IMHO Kwai
Kwai