Augljóst er að hugi.is er að slá í gegn og fólk er duglegt að skrifa greinar. En sumar af þessum greinum eiga samt ekkert heima undir þessum flokki. Augljóst er að fólk er farið að nota þennan greinafítus sem nokkurskonar kork. Sbr. umræðuna hvort DVD áhugamálið eigi rétt á sér, vissulega mál sem sjálfsagt er að skoða en ef fólk ætlar að koma umræðu af stað og fá svör og “feedback” þá ætti það að senda svona lagað á korkana. Fyrir þá sem ekki þekkja korkana þá eru þetta umræðuþræðir þar sem fólk tjáir sig um hin ýmsu málefni. Þetta form hentar mjög vel til hverskonar umræðu og hefur notið mikilla vinsælda á netinu. En eins og er þá virðast korkarnir á hugi.is ekki vera notaðir að ráði. Ég hvet fólk til þess að kynna sér korkana og byrja nota þá á fullu. Ef þið hafið fréttir að færa eða hafið kynnt ykkur eitthvað málefni og viljið deila því með öðrum þá hvet ég eindregið að skrifa góða grein um það, en notið korkana í annað. Þetta er allavega mitt álit á þessu máli. Skv. þessum skilgreiningum mínum þá ætti þessi grein mín að vera á korki en meðan fólk er ekki að fatta þá [korkana] tel ég þetta vera bestu leiðina. Ef fólk vill svara mér þá bendi ég á korkana……
Kwai