Ég bara get ekki setið á mér. Mikið djö.. finnst mér skítt að Radíó og X-inu hafi verið steypt í sama mót. Íslensk útvarpsmenning er á alveg ótrúlega lágu stigi þessa dagana. Það sem vantar virkilega í dag eru alternative útvarpsstöðvar og einhver samkeppni í þennan geira. Eru virkilega engin takmörk fyrir því hversu mikið hversu fáir geta átt. Það segir sig sjálft að því fleiri útvarpsstöðvar sem Fínn miðill og Íslenska Útvarpsfélagið eignast, því mun heiladauðari og ómerkilegri verður tónlistarmenning á Íslandi. Núna er t.d. enginn markaður fyrir klúbba og underground tónlist á Fínum Miðli og eftir því sem ég best veit var harða rokkið að deyja út með Babýlon. Þættir eins og Skýjum ofar, Partízone og Sýrður rjómi hafa flúið Fínan Miðil yfir á Rás 2. Maður er að verða kolvitlaus á þessum 40 laga “playlistum” sem eru í gangi á útvarpsstöðvum í dag. Meira að segja Gullið spilar sömu lögin aftur og aftur og aftur daginn út og daginn inn. Maður myndi nú halda að útvarpsstöð sem á að þekja 30 ára tímabil í tónlistarsögunni ætti að hafa úr nógu að velja. Reynum að hafa áhrif áður en að íslenskt tónlistarlíf verður enn steingeldara enn það er í dag! Takk fyri