RadíóX
Eins og flestir hafa tekið eftir (geri ég ráð fyrir) var tvíhöfði, en ekki miami mettall á (fyrrverandi) X-inu í morgun. Málið er að X-ið og Radíó hafa sameinast. Fullt af þáttum var sópað út af (fyrrverandi) X-inu og þar á meðal var Miami Metall. Einn af uppáhalds þáttunum mínum á X-inu fyrrverandi var Babýlon, og ég er alveg viss um að ég var ekki sá eini. Ég talaði við fullt af fólki á RadíóX meðal annars Þossa, Hansa, Jón Gnarr og Sigurjón Kjartanson og enginn þeirra gat svarað því hvort að Babílon héldi áfram. Ég hvet alla sem eru að tapa uppáhalds þættinum sínum af X-inu að Hamast á símanum, og heimta að þátturinn verði settur aftur á dagskrá. Mér finnst hinsvegar gott mál að tvíhöfði sé kominn aftur í gamla stúdíóið sitt, þar sem þeir sökkuðu alveg óheyrilega mikið á Radíó. Hins vegar finnst mér leiðinlegt að þeir þurftu að láta Mýrdalinn fjúka.