Stundum velti ég því alvarlega fyrir mér hvort það vanti sérstakan kork þar sem allir geta úthúðað öllum, og notað öll ljótu og ekki- sniðugu orðin sem þeir kunna. Málefnalegar umræður virðast ekki njóta mikillar hylli hér á Huga, en sjálfsagt fer það mikið til eftir áhugamálum.
Ég sá fyrir mér svona kork þar sem allir vita nákvæmlega að hverju þeir ganga, og allir drullumalla á alla. Þarna gæti fólk losnað við alla neikvæðnina sína fyrir daginn, hvort sem það er á netinu eða heima með kellingunni/kallinum í rólegheitum.
Það er alltaf voða gaman að vera í mesta sakleysi að lesa eitthvað sniðugt, en lenda svo mitt í einhverju klíkustríði sem svona saklausir notendur eins og ég höfum ekki glóru um. Maður er í rólegheitum að skoða eitthvað sem virðist vera heldur heitt umræðuefni, og allt í einu breytist umræðan í eins atkvæðis blótsyrði sem ná svo ekki einu sinni að vera frumleg, allt vegna einhverrar undarlegrar þarfar fyrir neikvæðni og niðurrif.
Nú veit ég að ég lendi í því sama og allir hinir sem þora að segja eitthvað skrýtið/heimskulegt/á skjön við alla hina.
Fínt.
Reynið bara að vera málefnaleg, og lesa greinina tvisvar til að ná öllum punktunum svo þið lendið ekki í því að rífast og skammast út af einhverju sem er svo bara misskilningur.
-oink oink flop flop-