Hæhæ Góðir Hálsar…

Við vitum öll sem skóla sækjum að verkfallið skar djúpt í námsáætlun okkar, en nú eru allir sem alvara er með námið sitt á fullu að bæta upp tapaðan tíma.
Það sem ég hef tekið eftir er hverju rosalega mikið af fólki
hætti ( dropped out ). Sem sagt nemendur sem gáfu upp öndina og hættu bara. Þeir héldu örugglega líka að þetta “helv.. kennaraverkfall” myndi ALDREI leysast.
Ég sit núna í tölvustofu Iðnskóla Reykjavíkur og það er 4 í tíma með mér (including me) þar sem áður voru 10 nemendur.

Þetta er sorglegt !!!

Kannski hefðu þessir óþolinmóðu nemendur þraukað í gegnum önnina hefði ekkert verkfall orðið.
Þetta er staða það sem nemendur tapa mest.

Hvað með ykkur, hafið þið tekið eftir miklu “drop-out”´í ykkar skóla. Hættuð þið kannski, eða eruð þið enn að berjast fyrir prófunum í lok Janúar.

Endilega Ræðið…

Kveðja,

SH.