En aftur að stigunum. Eru þau kannski bara svona ego-boost fyrir nörda sem fá ekki kredit annarsstaðar í lífinu? Eða er þetta eitthvað sálfræðilegt trikk til að auka notkun á samfélaginu? Hvað sem er, það virðist virka. Fólk er að “stigahórast” á fullu með því að svara öllum greinum og ýta “óvart” á senda-takkan 48 sinnum. Ég er ekki að þykjast vera saklaus, ég hef staðið sjálfan mig að því að vera að pósta einhverju bara til að fá stig eða til að halda mér inni á ofurhuga lista í einhverju áhugamáli. Ég er heldur ekki að segja að það egi að hætta með stigin, þvert á móti, mér finnst þetta vera brilliant. Mig langar bara að vita ástæðuna sem liggur að baki þessum snilldar fídusi sem heldur samfélaginu gangandi.
og engin helv… comment á stafsetninguna!
supergravity